Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðirSýn BænahússinsBænahúsið er kristileg miðstöð sem byggir starf sitt á eftirfarandi:


1. Bæn


Ø Bæn fyrir landi og þjóð. Við trúum og treystum því að kröftug trúarbæn færi þjóðinni ríka blessun Guðs.   Við þráum að þjóð okkar komist til þekkingar á Drottni Jesú Kristi og finni hann sem frelsara sinn.

Ø Bæn fyrir því að bænahópar rísi upp um allt land og standi bænavarðstöðu dag og nótt til þess að bænareldurinn logi stöðugt.

Ø Bæn fyrir Ísrael, því að við treystum fyrirheitum Guðs um að sú þjóð sem að blessar Ísrael muni blessun hljóta. Eins biðjum við fyrir öðrum þjóðum sem Guð leggur áhjarta okkar að biðja fyrir hverju sinni (I. Mós. 12:3). 

 

2. Lofgjörð

 

Ø Við viljum lofa Drottinn án afláts.  Við upplifum og treystum því sem Ritningin segir að Drottinn dvelur í lofgjörð síns lýðs (Sálm. 22:4). 

Ø Lofgjörð sem lyftir upp nafni Drottins Jesú til að hann dragi alla menn til sín.

Ø Við tjáum Drottni ást okkar til hans með lofgjörð því að við þráum að hafa nærveru Drottins stöðuglega á meðal okkar. 

Ø Lofgjörð sem fellst í bæn, tónlist og tjáningu færir okkur nær Guði og snertir hjarta Guðs.

 

3. Uppbygging á fólki


Ø Við viljum leggja okkar að mörkum til að hjálpa fólki að stíga inn í köllun sína með kærleika Krists.  Öll erum við sköpuð til góðra verka Guði til dýrðar og því viljum við byggja upp einstaklinga og sjá þá blómstra við að uppfylla það verk sem Guð hefur falið þeim.

Ø Við viljum stuðla að því að hin fimmfalda þjónusta sem eru postular, spámenn, trúboðar, hirðar og kennarar, verði virkari í líkama Krists til að hjálpa fólki að finna tilgang sinn og þjónustu í Guðsríkinu, ásamt því að hvetja fólk til að vaxa andlega og verða andleg brúður Drottins (Efesusbréfið 4:11-15).

Ø Við viljum efla trúboð, sjá Guðsríkið eflast og tjaldhæla þess víkka út um alla heimsbyggðina Guði til dýrðar.  Sýn okkar er að starfa samkvæmt kristniboðsskipun Drottins, því að hann hefur skóað okkur með fúsleika til að flytja fagnaðarboðskapinn með kærleika, skíra hina trúuðu niðurdýfingarskírn í Jesú nafni, biðja fyrir því að fólk fyllist Heilögum anda, og gera fólk að lærisveinum Krists með því að kenna þeim orð Guðs (Matt. 28:18-20).

 


Jesaja 56:7

Þá mun ég leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu. Brennifórnir þeirra og sláturfórnir skulu vera mér þóknanlegar á altari mínu. Því að hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir.

 

Bænahúsið var stofnað af hjónunum Kolbeini Sigurðssyni og Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur í apríl 2006.

  Bænahúsið | Fagraþing 2a | 203 Reykjavík Ísland | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370